Fréttir

Kiwanisklúbburinn Skjöldur gaf hjartastuðtæki

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð gaf björgunarsveitunum Tindi í Ólafsfirði og Strákum á Siglufirði sitthvort hjartastuðtækið sem Donna er með til sölu.  Einnig fengu björgunarsveitirnar sitthvoran bakpokann sem eru sérhannaðir til að bera sjúkrabúnað og hjartastuðtæki, hjartastuðtækin eru frá HeartSine og bakpokarnir frá StatPacks.   Skjöldur hefur þegar gefið 5 hjartastuðtæki til stofnana og fyrirtækja í Fjallabyggð,  að auki er eitt tæki í Kiwanishúsinu.  Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn á götukort og dreifa meðal íbúa. Tækin verða því aðgengileg fyrir íbúa eða gesti þeirra komi upp áföll.   Þetta framtak Skjaldar er til fyrirmyndar því komi til neyðartilfella geta skjót viðbrögð og réttur búnaður bjargað lífi.    

Plástraskammtarar og áfyllingar

Vorum að fá plástraskammtara í hús og sömuleiðis áfyllingar fyrir þá.  Samtals eru 40 tauplástrar eru í hverri einingu og skipt niður í tvær stærðir.  Annars vegar 24 stk. 72 mm x 19 mm og hins vegar 72 mm x 25.  Nánari upplýsingar má finna hér i hlekknum: https://donna.is/products/saramedferdir  

Bátar frá Maritime

Donna hefur selt Aluform og Seabear báta frá Maritime Partner í fjölda ára. Maritime Partner framleiða báta af mörgum stærðum og til ýmissa nota. Hér má nálgast frekari upplýsingar: https://www.facebook.com/maritimepartner/videos/vb.143820568988381/1145598435477251/?type=2&theater&notif_t=notify_me_page&notif_id=1477662517923089     

Hjartastartari með talandi endurlífgunarráðgjafa sem leiðbeinir um rétt hjartahnoð og hjartastartið.

Fullkomnari verður hjálpin varla. Einfalt, fljótlegt og auðvelt í notkun, eins og það þarf að vera á ögurstund. Nýjustu leiðbeiningar evrópska og ameríska endurlífgunarráðsins, sem Endurlífgunarráð Íslands er aðili að, leggja aukna áherslu á hjartahnoð og að það sé rétt framkvæmt. Samaritan er því á réttum tíma með Samartian PAD500, nýjan hjartastartara með endurlífgunarráðgjafa sem leiðbeinir um rétt hjartahnoð.