Karfa
Beaty CPR Thumb_Beaty CPR
Beaty CPR Thumb_Beaty CPR
Beaty CPR Thumb_Beaty CPR
Beaty CPR Thumb_Beaty CPR
Beaty CPR Thumb_Beaty CPR
6.450kr
+

Vörunúmer: AH-01-WR

Flokkar:   Beaty fyrir hjartahnoðHjartastuðtæki

Beaty CPR Feedback Device

BEATY er notað við endurlífgun þegar um skyndilegt hjartastopp er að ræða.  Það eykur skilvirkni við  hjartahnoð.  BEATY er komið fyrir á milli lófa handar og á miðjan brjóstkassann.  Þegar réttri hnoðdýpt er náð þá gefur BEATY hljóðmerki. 

Beaty má geyma í sjúkrakassa, með hjartastuðtæki, í hanskahólfi eða nota sem lyklakippu. 

Má nota með eða án silikon hlífar. 

Litur:  Blár/hvítur

Sjá nánar í tæknilýsingu eða á ImBeaty

 

 

BEATY hjálpar því viðbragðsaðila og veitir endurgjöf um hnoðdýptina.

Hnoðdýpt skiptir miklu máli við hjartahnoð og erfitt í hita leiksins að átta sig á henni - jafnvel fyrir fagmann. Í núverandi leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins, þar sem Endurlífgunarráð Íslands er aðili að, er lögð áhersla á mikilvægi skjótrar greiningar á skyndilegu hjartastoppi og framkvæmd hjartahnoðs. Ákjósanlegur hraði er 100 -120 hnoð á mínútu og dýpt hnoðsins um 5 cm og ekki meira en 6 cm.

BEATY má ekki nota á börn yngri en 8 ára eða sjúklinga sem eru með lífsmörk.

  • 3 ára líftími á rafhlöðu (3V lithium)
  • Rafhlaða dugir í 15 tíma í notkun
  • Aðeins nota UL vottaðar rafhlöður.  Aðrar rafhlöður geta skemmt Beaty og ábyrgð fellur niður.
  • Stærð: 5 cm x 5 cm x 2,4 cm
  • Þyngd: 34 g
  • Mælt er með að endurnýja tækið á 5 ára fresti
  • Kanna virkni Beaty reglulega með því að prófa á hörðum fleti

Image result for rohs mark      Image result for rohs mark