Kiwanisklúbburinn Skjöldur gaf hjartastuðtæki

 

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð gaf björgunarsveitunum Tindi í Ólafsfirði og Strákum á Siglufirði sitthvort hjartastuðtækið sem Donna er með til sölu.  Einnig fengu björgunarsveitirnar sitthvoran bakpokann sem eru sérhannaðir til að bera sjúkrabúnað og hjartastuðtæki, hjartastuðtækin eru frá HeartSine og bakpokarnir frá StatPacks.  

Skjöldur hefur þegar gefið 5 hjartastuðtæki til stofnana og fyrirtækja í Fjallabyggð,  að auki er eitt tæki í Kiwanishúsinu.  Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn á götukort og dreifa meðal íbúa. Tækin verða því aðgengileg fyrir íbúa eða gesti þeirra komi upp áföll.  

Þetta framtak Skjaldar er til fyrirmyndar því komi til neyðartilfella geta skjót viðbrögð og réttur búnaður bjargað lífi.